05.05.1923
Neðri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1651 í B-deild Alþingistíðinda. (1431)

151. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Forsætisráðherra (SE):

Það stendur beint í frv., að samskonar eftirlit sje einnig með Landsbankanum. Jeg veit ekki, hvort jeg hefi skilið hv. 2. þm. Reykv. (JB) rjett, en brosleg viðkvæmni fyrir hönd þess banka finst mjer það vera, ef hann má ekki vera háður slíku eftirliti. Enda býst jeg við, að stjórn bankans myndi mjög vel sætta sig við það. Ástæðulaust væri að skoða það móðgun við Landsbankann, þó eftirliti með honum væri hagað á líkan hátt og með Íslandsbanka.