07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1663 í B-deild Alþingistíðinda. (1441)

151. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Eiríkur Einarsson:

Hæstv. forsætisráðherra (SE) taldi, að kostnaðurinn yrði mikill eftir brtt. mínum, en hann getur þess ekki, hver hann verður eftir frv. Þessi maður á samkvæmt því að hafa 10000 kr. + dýrtíðaruppbót af því öllu, og svo ferðakostnað. Það verður álitleg summa. Allur þessi kostnaður hlýtur að lenda á sparisjóðunum, hvað sem frv. segir, því að bankaeftirlitið er eftir sem áður í höndum stjórnarinnar, og á þar að vera.

Hæstv. forsrh. (SE) viðurkendi það, að alt væri undir því komið, hvernig valið tækist, og ef það tækist illa, gæti það orðið til stórtjóns. En er það þá ekki nokkuð viðurhlutamikið að samþykkja þetta frv. áður en nokkur maður er hafður í huga til að taka við starfinu? Þetta eitt er nægilegt til þess að sýna fram á, að frv. á ekki fram að ganga, heldur brtt mínar.