11.05.1923
Efri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1667 í B-deild Alþingistíðinda. (1450)

151. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Jón Magnússon:

Það lætur að líkindum, að jeg sje fylgjandi þessu frv., því jeg hefi áður lýst yfir því, að þessi leið myndi hin heppilegasta. Það er rjett hjá hæstv. forsrh., að eftirlit það, er hjer er haft fyrir augum, sje mjög nauðsynlegt, en þess verður að gæta, að það kemur því aðeins að gagni, að valinn verði til starfans maður, sem nýtur almenningstrausts, maður, sem er bæði glöggur og einarður og ekki síst óháður peningastofnunum landsins og öðrum. Ef vel tekst valið, getur orðið ómetanlegt gagn að eftirlitinu, en aftur á móti ef illa tekst val mannsins, verður þetta að engu liði, nema síður sje.