17.04.1923
Efri deild: 42. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1684 í B-deild Alþingistíðinda. (1472)

142. mál, sameining póstmeistara og stöðvarstjóraembættið á Akureyri

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Jeg heyrði ekki fyrri hluta ræðu háttv. frsm. (SHK), en jeg skil ekki annað en að stjórnin noti fúslega slík heimildarlög. Og þar sem báðar þessar stofnanir eru nú fluttar í sama húsið, þá ætti það að vera innan handar að sameina þessar stöður. Eins og jeg gat um um daginn, þá hefir gefist vel að hafa þessar stöður sameinaðar, nema í einu tilfelli, og þar stóð alveg sjerstaklega á. Ætti því að mega sameina þarna og sennilega miklu víðar.