04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1687 í B-deild Alþingistíðinda. (1485)

142. mál, sameining póstmeistara og stöðvarstjóraembættið á Akureyri

Frsm. (Magnús Jónsson):

Mál þetta er upprunnið í Ed., þar sem 2 háttv. þm. fluttu frv. um sameiningu þessara embætta á Akureyri. Í Ed. voru síðan samsvarandi embætti á Ísafirði dregin inn í þetta og gerð úr þessu heimildarlög. Sparnaður af þessu myndi verða sem svarar símastjóralaunum, þó þannig, að á Akureyri dregst frá þessu munurinn, sem er á launum varðstjóra og símritara, því að varðstjórastaða yrði þá tekin upp þar. En munurinn er 400 kr. Þess skal getið, að bæði landssímastjóri og aðalpóstmeistari álíta, að stöðurnar megi sameina, þó þær sjeu annars allólíkar. Horfur eru taldar á því, en ekki vissa, að póstmeistaraembættið á Akureyri losni bráðum, og af því mun upphaflega frv. hafa komið fram. Jeg skal svo ekki fjölyrða um þetta, en nefndin leggur til, að frv. verði samþykt óbreytt.