04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1696 í B-deild Alþingistíðinda. (1504)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. meiri hl. (Magnús Guðmundsson):

Jeg flutti þessi skilaboð frá hæstv. fjrh. (KIJ) og er honum sammála um þau. Annars er ekki ástæða til að ræða þetta mál meira nú, er hv. 1. þm. Reykv.

(JakM) hefir tekið brtt. sína aftur og mun greiða frv. atkv. til 3. umr.

Hv. þm. (JakM) taldi vafasamt. hvort stjórnin hefði heimild til að byggja Klepp fyrir þessa árs tekjur. Jeg skal ekki svara því, en það skiftir minstu, fyrir hvað hann er bygður, hvort það er lán eða tekjur, því að skuldirnar safnast engu að síður, og þær þarf að borga. Tel jeg forsvaranlegt að taka lán til framkvæmda, ef um leið er samsvarandi borgað af skuldum, en sje það ekki gert, tel jeg óforsvaranlegt að taka lán.

Hann talaði um, að skattarnir hefðu hækkað. Þetta er ekki rjett. Það hefir verið dregið úr beinu sköttunum. Það, sem hann sagði um, að atvinnuvegunum væri íþyngt, er því alls ekki á rökum bygt. Það hefir verið ljett á þeim.