11.05.1923
Efri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1700 í B-deild Alþingistíðinda. (1518)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Það er ekki óvanalegt, að lög um útflutningsgjald komi til atkvæða. Lög þau, sem hjer á að framlengja, voru sett 1921 og giltu aðeins 1 ár; voru þau svo framlengd á þinginu í fyrra og góðar líkur eru til, að svona verði því fram haldið þing af þingi fyrsta sprettinn. Reynslan sýnir, að ekki er hægt að sleppa þessu gjaldi, þó að margir álíti óheppilegt að þurfa að hafa þennan tekjustofn, og með því leggja beinan skatt á alla framleiðslu í landinu. En þarfir ríkissjóðs eru miklar, og litla gætni sýnir þingið í ýmsum fjármálum nú eins og oft áður. Jeg get lokið máli mínu og vísað til nál. á þskj. 615