09.03.1923
Efri deild: 13. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1744 í B-deild Alþingistíðinda. (1593)

11. mál, fátækralög

Sigurður Jónsson:

Við flutningsmenn breytingartill. höfum hugsað okkur, að til þess þyrfti eigi að koma, að þrengt yrði mjög athafnafrelsi manna, þó brtt. okkar verði samþykt. Það er auðvitað hægra að rekja æfiferilsstaðina, ef sveitfestistíminn er 3 ár, en ekki 5. Get jeg tekið undir með háttv. 5. landsk. þm. (JJ), þar sem hann talaði um ókyrðina í þjóðlífi voru. Í minni sveit er það nú orðið nær undantekningarlaust, að þurfamenn og ómagar sveitarinnar verða ekki sveitinni til þyngsla fyrir aðra skuld en þá, að þeir hafa átt þar fæðingarhrepp.