03.05.1923
Neðri deild: 56. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1791 í B-deild Alþingistíðinda. (1624)

11. mál, fátækralög

Frsm. minni hl. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg gerði grein fyrir því við 2. umr. þessa máls, að jeg væri með því, að styttur yrði sveitfestistíminn, og úr því frv. á að fara aftur til Ed., geri jeg það að till. minni, að sveitfestistíminn verði færður niður í 4 ár. Jeg vænti því, að háttv. þm. taki þessari tillögu vel, og þar sem rök mín fyrir þessu eru kunn frá 2 umr., þarf jeg eigi að endurtaka þau nú. Jeg mun greiða atkvæði með brtt. háttv. þm. Dala. (BJ), og legg til, að hún nái fram að ganga.