23.04.1923
Neðri deild: 48. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1821 í B-deild Alþingistíðinda. (1658)

43. mál, vegir

Frsm. minni hl. (Sigurður Stefánsson):

Því fór fjarri, að jeg væri með neinar aðdróttanir um kjósendadaður út af þessu máli. En jeg sagði og segi enn, og er þar í samræmi við vegamálastjóra sjálfan, að þessi vegalagning megi bíða, þó hún geti verið góð í sjálfu sjer. Og þingið verður að fara varlega í allar breytingar, sem geta haft aukin útgjöld í för með sjer. Þetta er heldur engan veginn eina krafan, sem kemur um breytingu. Þær koma margar, og margar sanngjarnar, en verður samt að skjóta þeim á frest, vegna fjárhagsörðugleika þeirra, sem yfir standa.