24.03.1923
Neðri deild: 28. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í B-deild Alþingistíðinda. (169)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Jeg skal taka það fram, að jeg hefi ekki hermt neitt loforð upp á hv. fjhn. viðvíkjandi útflutningsgjaldinu. En jeg lít svo á, að það liggi í hlutarins eðli, að þegar svo mikil tekjulækkun hefir verið gerð á þessu frv., þá treystist menn ekki til að gera lækkun á öðrum tekjugreinum. Það er að vísu ekki gott að geta sjer til, hvað útsvarsfrádrátturinn kemur til að muna miklu. Jeg er þó þeirrar skoðunar, að það verði nær 10% en 2% af þeim tekjuhluta, er til frádráttar kemur, sem munurinn verður, sökum skattfrádráttarins.