04.05.1923
Efri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1836 í B-deild Alþingistíðinda. (1693)

93. mál, vegir

Sigurður Jónsson:

Mjer þykir eigi víst, að eitt verði látið ganga yfir allar flutningabrautir á landinu í þessu efni og að 2 flutningabrautir verði látnar ganga fyrir, sem sje Fagradalsbrautin og Borgarnesbrautin. Þó að langt sje í land enn, að sú hugsun verði framkvæmd að leggja bílfæran veg milli Akureyrar og Reykjavíkur, þá bætist þó þar við þörfina á sínum tíma. Jeg álít, að Fagradalsbrautin og Hellisheiðarvegurinn sjeu nokkuð hliðstæð í þessu efni. Jeg tek undir með háttv. 5. landsk. þm. (JJ), að mjer er erfitt að greiða atkvæði á móti till., sem hv. þm. Snæf. (HSt) hefir tekið upp aftur; en jeg treysti loforði því, er hæstv. stjórn hefir gefið um þetta mál, og mun því greiða atkvæði á móti till. að svo komnu máli.