04.05.1923
Efri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1837 í B-deild Alþingistíðinda. (1694)

93. mál, vegir

Jóhannes Jóhannesson:

Mjer er ekki ljóst, hvað hv. þm. Snæf. (HSt) gengur til að taka upp till. þá, sem hv. flm. (SHK) hefir tekið aftur. Jeg mun, úr því sem komið er, greiða atkvæði á móti till., í trausti til loforðs stjórnarinnar. Þykir mjer og gott, að tveir hv. landsk. þm., sem sæti munu eiga á næsta þingi, hafa tjáð sig málinu fylgjandi, þótt þeir nú greiði atkvæði á móti þessari brtt.