11.05.1923
Efri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1862 í B-deild Alþingistíðinda. (1719)

23. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Jón Magnússon:

Mjer þykir leitt, að hv. 5. landsk. þm. (JJ) skyldi ekki segja það nú um frv. þetta, sem honum býr í brjósti. Hins vegar er vel skiljanlegt, að honum finnist örðugt að gera sínar athugasemdir, því að það mun standa ómótmælt, sem hv. 1. þm. Skagf. (MG) sagði um frv. þetta við 2. umr. í hv. Nd.

Jeg vildi líka segja nokkur orð um frv., en sleppi því af sömu ástæðum og hv. 5. landsk. þm. (JJ) jeg vil ekki með því tefja þingið.