28.04.1923
Neðri deild: 52. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1911 í B-deild Alþingistíðinda. (1799)

9. mál, vatnalög

forseti (BSv):

Mjer hefir borist krafa frá 6 hv. deildarmönnum, þeim SvÓ, HK, GunnS, StSt, BH, og ÞorlG, svo hljóðandi:

„Í framhaldi af erindi, framkomnu hjer í deildinni 25. þ. m., um að taka vatnamálafrv. til 2. umr. 27. þ. m., og út af frestun þeirrar umræðu, leyfum vjer oss að óska þess, að málið verði tekið til 2. umr. mánudaginn 30. þ. m.“