24.04.1923
Neðri deild: 49. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1703 í B-deild Alþingistíðinda. (1834)

124. mál, friðun á laxi

Gunnar Sigurðsson1:

Jeg hygg, að mótstaðan gegn frv. þessu hjá hv. 2. þm. Húnv. (ÞórJ) stafi af ókunnugleika. Jeg er nákunnugur þarna og get sagt, að netin í Ölfusá líkjast einna mest slýi við bakkana og laxagöngunni stafar engin hætta af þeim. Það mætti líka takmarka undanþáguna, svo að hún nái ekki nema upp í Sogið t. d.. eða þvílíkt.

*Þm. (GunnS) hefir ekki yfirlesið ræður sínar í þessu máli.