03.04.1923
Neðri deild: 32. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 77 í C-deild Alþingistíðinda. (1936)

17. mál, afnám yfirskjalavarðarembættisins við Þjóðskjalasafn Íslands

Bjarni Jónsson:

Þetta er í annað skifti á þessu þingi, sem hæstv. forsrh. (SE) segir að jeg sje á móti öllum sparnaði. Jeg tek þetta sem brigsl og lýsi það ósatt. Jeg vil spara þar sem á að spara, en þori að vera á móti hinu, sem er misskilinn sparnaður. Jeg vil því ráða hæstv. forsrh. (SE) til þess að segja þetta ekki í þriðja skifti. Annars hefir framkoma hans í þessum málum sýnt einna helst, að hann væri orðinn fullhæfur til þess að verða keisari í Nigritiu.