04.04.1923
Efri deild: 31. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í C-deild Alþingistíðinda. (2032)

73. mál, bifreiðaskattur

Guðmundur Guðfinnsson:

Jeg ætla mjer ekki að vekja neinar stælur út af þessu. En það er bygt á misskilningi hjá hv. 1. þm. Húnv. (GÓ), að ódýrara sje að flytja vörur á bifreiðum en á hestum austur yfir heiði. Það borgar sig ekki að láta bifreiðar flytja vöruna, þegar teknar eru 200 kr. fyrir tonnið, enda eru þær ekki notaðar alment til slíkra flutninga á þeirri leið.

Svo er það líka annað, sem hv. frsm. (GÓ) hleypur fram hjá. Bifreiðarnar eru látnar flytja fleira en þungavöru; það er fólk, sem þarf ýmist að fara í kaupstað eða til vinnu sinnar, t. d. í kaupavinnu o. s. frv. Annars man jeg svo langt, að það eru ekki allir í fjhn., sem hafa verið með því, að skattur væri sanngjarn, þótt nefndin hafi nú verið samdóma um það.