28.03.1923
Neðri deild: 31. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í C-deild Alþingistíðinda. (2109)

61. mál, samvinnufélög

Pjetur Þórðarson:

það eru að eins lítilfjörlegar athugas. við síðustu ræðu, um leið og jeg vildi gefa upplýsingar um Kaupfjelag Borgfirðinga.

Það nær yfir alla Borgarfjarðar- og Mýrasýslu og nokkuð af Snæfellsnes- og Hnappadalssýsju. Allar deildir þessa fjelags, 17 að tölu, eru því fylgjandi, að þetta takmarkaða ábyrgðarfyrirkomulag sje það besta; og hefir ekki annað komið fram en að ríkari hrepparnir vilji vera með hinum á þeim grundvelli. Þetta var sú aths., sem jeg vildi gera við orð háttv. þm. Barð. (H.K.). Fáist þessari breytingu framgengt, þá fylgjast hrepparnir að um fjelagsstarfsemina. En nái þetta frv. ekki fram að ganga, þá tvístrast þeir og slitna þá einhverjir hreppar út úr, sem ekki vilja halda áfram samvinnufjelagsskap. Þetta er ástæðan fyrir breytingunni.