04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í C-deild Alþingistíðinda. (2133)

58. mál, kosningar til Alþingis

Jón Baldvinsson:

Jeg mótmæli því, að tekin sje upp sú aðferð hjer, að skera niður umræður um hvert málið á fætur öðru. Áðan voru skornar niður umræður um eitt viðkvæmasta mál, sem nú er á döfinni í heiminum, deiluatriði milli atvinnurekenda og verkamanna, og nú á að fara eins með þetta mál, sem er mannrjettindamál. Jeg verð að mótmæla því, að slíkur niðurskurður eigi sjer stað á Alþingi.