30.04.1923
Neðri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í C-deild Alþingistíðinda. (2164)

149. mál, löggiltir endurskoðendur

Þorsteinn Jónsson:

Það er líkt hv. þm. Dala. (BJ) að leiðast ekki að vefa þennan vef sinn úr eintómum ósannindaþráðum. Hann þurfti ekki að kenna mjer að tvisvar 3 eru 6, en hitt var ósatt hjá honum, að þessi maður hefði fengið 6 þús. kr. fyrir utanförina. Hann fór tvisvar utan og fjekk í fyrra sinnið 3000 kr., en í hið síðara skiftið var það minna.

Annars get jeg ekki, á þessari stundu, farið að rökræða það við þennan hv. þm. (BJ), hvað ábótavant sje hjá Sambandinu, því til þess þarf langt mál; enda flutti hann engin rök fyrir sínu máli, og verð jeg því að láta nægja að lýsa alt þvaður hans ósannindi og í þeim einum tilgangi gert að halda áfram ofsóknum, sem hafnar voru hjer í fyrra af einum þm. í Ed.