02.03.1923
Neðri deild: 10. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 317 í C-deild Alþingistíðinda. (2176)

30. mál, stjórnarskipunarlög

Forsætisráðherra (SE):

Jeg verð að biðja afsökunar á því, að illa heyrist til mín, því jeg er mjög kvefaður Jeg mun því aðeins tala mjög stutt. Jeg álít, að það sje mjög varhugavert að hringla mikið með svo þýðingarmikil lög eins og stjórnarskrána. Jeg hefi sjálfur tekið þátt í stjórnarskrárbaráttunni síðustu og veit því, hvaða fyrirhöfn það kostaði að ná þeirri niðurstöðu, sem varð um málið, og jeg tel mjög viðunanlega. Sparnaðurinn af þessu mundi vera vafasamur, því þing mundu eftir sem áður verða á hverju ári. Yfirleitt sje jeg enga knýjandi nauðsyn til þess að fara nú að leggja út í nýja stjórnarskrárbaráttu.