02.03.1923
Neðri deild: 10. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í C-deild Alþingistíðinda. (2179)

30. mál, stjórnarskipunarlög

Forsætisráðherra (SE):

Stutt athugasemd. Jeg talaði í eigin nafni, en ekki stjórnarinnar; má vera, að hinir ráðherrarnir líti öðruvísi á málið.

Hjá öðrum þjóðum hygg jeg, að grundvallarlagabreytingar sjeu sjaldan á ferðinni, og tel jeg, að gott sje að vera íhaldssamur á því sviði.

Jeg bendi á, að auk tveggja aðalbreytinganna er kjörtímabilið lengt, og er það síst til bóta.