03.04.1923
Neðri deild: 32. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 324 í C-deild Alþingistíðinda. (2185)

30. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Hv. þm. Str. (MP), sem hefir flutt brtt. við þetta frv., hefir farið þess á leit, að málið verði tekið út af dagskrá í dag. Þar sem hv. form. fjvn. (ÞorlJ) hefir einnig tjáð mjer, að nefndin æski þessa, til þess að hv. þm. Str. (MP) geti unnið að nál. fjvn., get jeg samþykt fyrir mitt leyti, að svo verði gert, en þó með því skilyrði, að málið verði efst á dagskrá á morgun.

Á 33. fundi í Nd., miðvikudaginn 4. apríl, var frv. enn tekið til 2. umr. (A. 30, n. 148, 151, 229, 246).