23.04.1923
Neðri deild: 48. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 438 í C-deild Alþingistíðinda. (2220)

30. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg get ekki skilið hvers vegna hv. 1. þm. Reykv. (JakM) telur frv. nú vera orðið hlægilegt; öll aðalatriði þess eru óbreytt frá upphafi, eins og þau komu frá mjer. (JakM: Þetta er hlægilegt hringl). Ef það er orðið hlægilegt nú, þá er það fyrir till. háttv. þm. Str. (MP), en þeim till., er þessi hv. þm. (JakM) einmitt að mæla bót. Orð hans um, að frv. sje hlægilegt hringl, eru því hlægileg heimska. Jeg er alveg á sömu skoðun og þegar þetta frv. kom fyrst fram. En það er háttv. 1. þm. Reykv. (JakM), sem ekki er ákveðinn í málinu, heldur breytir sífelt um stefnu, eftir því sem ræður falla um það í hvert sinn. Vil jeg svo endurtaka hjer með beiðni mína til hæstv. forseta um að taka málið út af dagskrá.