28.04.1923
Neðri deild: 52. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í C-deild Alþingistíðinda. (2250)

88. mál, menntaskóli Norður og Austurlands

Forseti (BSv):

Það er síður en svo, að þessi krafa um frestun málsins sje fram komin af því, að umræður hafi orðið of langar, eða of áliðið sje nætur. En jeg tel bæði ilt og athugavert að koma þeim sið á hjer, að málum sje frestað aðeins til þess að bíða eftir nokkrum atkvæðum; auk þess vantar eigi nema tvo þm.