28.04.1923
Neðri deild: 52. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í C-deild Alþingistíðinda. (2251)

88. mál, menntaskóli Norður og Austurlands

Frsm. meiri hl. (Sigurður Stefánsson):

Mjer skilst það af því, sem nú hefir fram farið, er umræðum hefir verið slitið, að eigi sje annað eftir en að greiða atkvæði um þetta mál. En auðvitað ræður forseti, hvort hann leyfir þessar umræður lengi. Hann hefir úrskurðarvald í þessu máli samkvæmt þingsköpum, og mjer finst, að nú sje full ástæða til þess, að hann neyti þess.