28.04.1923
Neðri deild: 52. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í C-deild Alþingistíðinda. (2252)

88. mál, menntaskóli Norður og Austurlands

Forseti (BSv):

Jeg hefi þegar lagt fyrir deildina spurninguna um það, hvort umræðum um þetta mál skyldi haldið áfram, en því var neitað með miklum atkvæðamun. Vil jeg lúka þessu máli nú á þessum fundi, og auk þess nokkrum öðrum málum, sem enn eru órædd á dagskrá. Auk þess finst mjer óhagkvæmt að taka mál þetta af dagskrá, þegar vansjeð er, hve nær það getur næst komið aftur á dagskrá, þar sem mörg stórmál liggja fyrir og bíða eftir að verða tekin til umræðu, t. d. vatnamálið o. m. fl. Úrskurða jeg því, að gengið skuli til atkvæða um þetta mál.