05.04.1923
Efri deild: 32. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 530 í C-deild Alþingistíðinda. (2273)

116. mál, friðun á laxi

Frsm. (Jónas Jónsson):

Jeg vil aðeins bæta við nokkrum orðum til skýringar þessum málsstað.

Fyrir nokkrum árum voru engar laxakistur notaðar í Laxá eitt sumar af því að hún var leigð útlendingum. Brá þá svo við, að mikill lax var í allri ánni. Og sást þá glögglega munurinn á því, að hafa ekki kistur í ánni. Þetta veit háttv. 2. landsk. (SJ) og jafnframt, að óskir þeirra manna, er búa ofar við ána, styðjast við reynslu þessara ára.

Þó aldrei nema, að eitthvað af laxi gangi upp eftir ánni, eins og háttv. þm. tók fram, þá er það þó víst, að laxakisturnar neðst í henni hindra mjög göngu upp eftir.