09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 531 í C-deild Alþingistíðinda. (2277)

116. mál, friðun á laxi

Guðmundur Ólafsson:

Þetta frv. hefir legið lengi hjá landbn. og einu sinni verið tekið af dagskrá að óskum hennar. Hitt frv. um sama efni var sett í aðra nefnd, og óskar landbn. að sjá afdrif þess, áður en þetta frv. er tekið til meðferðar. Geri jeg ráð fyrir, að hæstv. forseti geti tekið á sig ábyrgðina á því, að þetta mál verði tekið af dagskrá, þó að hann gæti ekki orðið við þeirri ósk minni um 1. mál á dagskránni.