09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 532 í C-deild Alþingistíðinda. (2280)

116. mál, friðun á laxi

Forseti (HSt):

Það er ekkert ákvæði í þingsköpum, sem bannar að taka mál á dagskrá, þegar nál. liggur fyrir frá meiri hl. nefndar. Enda gæti vel hugsast, þó svo hafi ekki verið hjer, að minni hl. tefði mál af ásettu ráði, ef ekki mætti taka þau á dagskrá fyr en bæði meiri- og minni hl. hefðu skilað nál. Annars get jeg orðið við ósk hv. frsm. landbn. (GÓ).