19.03.1923
Neðri deild: 23. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 534 í C-deild Alþingistíðinda. (2289)

55. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Það er fátt um frv. þetta að segja, ef hv. deild hefir kynt sjer nál. á þskj. 145. En þó vildi jeg leyfa mjer að bæta nokkru við síðustu málsgreinar þess. Frv. þetta er fram komið sökum þess, að nú hefir komið fyrir tilfelli, sem gert hefir nauðsynlega undanþágu frá 1. nr. 47, 1915, sem banna útflutning hrossa frá 1. nóv. til 15. júní, þ. e. að leyfa útflutning hrossa á öðrum tíma en hann er þar leyfður. Er þessu frv., ef að lögum verður, ætlað að koma í stað bráðabirgðalaga, sem þó hefði ef til vill verið rjettara að gefa út, eins og á stóð í vetur.

Með frv. þessu er stjórninni veitt heimild til undanþágu frá banninu; hefir reynslan sýnt, að ekki er meiri hætta á því, að hrossum liði illa, þótt út sjeu flutt á þessum tíma en öðrum. Er líka tilætlunin, að heimild þessi verði ekki notuð nema undir sjerstökum kringumstæðum.

Er nefndin sammála um að ráða hv. deild til að samþykkja frv.