24.02.1923
Neðri deild: 5. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

12. mál, aðflutningsbann á áfengi

Forsætisráðherra (SE):

Jeg sagði danska blaðamanninum, að 1 árs undanþágan hefði verið samþykt af því að við hefðum verið tilneyddir til þess að stofni ekki fiskmarkaði vorum í voða. Er hann spurði mig, hvað framvegis mundi gert, svaraði jeg, að frv. mundi samþykt eða undanþágan framlengd, en tók jafnframt fram, að þetta væri gert af hinni knýjandi nauðsyn.

Mundi það hafa verið heppilegt fyrir fjárhagshorfurnar, ef jeg hefði sagt annað? Annars er það ekki í fyrsta skifti, sem sumir bannvinir vilja koma mjer til höfuðs.