24.03.1923
Efri deild: 26. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í C-deild Alþingistíðinda. (2311)

55. mál, útflutningur hrossa

Guðmundur Ólafsson:

Jeg vildi aðeins þakka hv. 2. þm. Rang. (GGuðf) fyrir aðvörun hans til landbn. En jeg álít, að eigi gerði neitt til, þó að þingið segi eitthvað um þetta mál. Skal jeg geta þess, að það hefir oft verið veitt slík undanþága sem þessi, og tel jeg því eigi ástæðu til þess að vera svo óánægður með undanþágu nú, þar eð aldrei hefir staðið betur á en einmitt núna, t. d. um tíðarfarið, og þegar svo stendur á, er oft hættuminna að flytja hross út síðari hluta vetrar en seint á haustin.