11.04.1923
Efri deild: 37. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í C-deild Alþingistíðinda. (2326)

55. mál, útflutningur hrossa

Jón Magnússon:

Það er sjerstaklega gagnvart hv. meiri hl. nefndarinnar, sem jeg tek þetta fram. Finst mjer eigi rjett af hv. nefnd, að gera ráð fyrir, að veita megi undanþágu á annan hátt en með bráðabirgðalögum. Þingið má alls eigi gefa landsstjórninni bendingu í þá átt. Vil jeg, að framvegis sje lögð áhersla á það, að eigi sje veitt undanþága nema með því að nota heimild bráðabirgðalaga. Hafa slík bráðabirgðalög meiri þýðingu en hina formlegu, því bráðabirgðalög verður að leggja fyrir þingið, sem þá sker úr því, hvort skilyrði fyrir þeim hafa verið fyrir hendi. Eftir reynslunni er rjett að taka það fram, að þingið ætlist eigi til, að undanþága sje veitt nema með bráðabirgðalögum. Væri ekki hægt að saka stjórnina, þótt hún notaði þessa bráðabirgðaheimild. Annars er jafnvel efamál, hvort heimilt er að veita slíka undanþágu sem þessa með bráðabirgðalögum.