07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 619 í C-deild Alþingistíðinda. (2373)

78. mál, lærði skólinn

Þorsteinn Jónsson:

Mjer finst, að það geti ekki komið til mála að taka þessa framkomnu ósk svo bókstaflega, að þeir þm., sem búnir voru að biðja sjer hljóðs, fái ekki að segja nokkur orð. Það er hart að skera niður umræður svo snögglega, að þingmönnum leyfist ekki að bera af sjer sakir, þegar einstakur þm. hefir óvirt þá í orði. Jeg skal lofa því, að tala ekki nema í 10 mínútur.