13.03.1923
Neðri deild: 19. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 186 í B-deild Alþingistíðinda. (242)

12. mál, aðflutningsbann á áfengi

Jakob Möller:

Jeg sagði, að það hefði verið vangá, að komast ekki eftir því, um leið og samningarnir voru gerðir við Spánverja. hvað þeir álitu, að fælist í því, að undanþágan skyldi ekki verða gerð að engu, og þá hefði mátt komast að raun um, hvort þeir gerðu sig ekki ánægða með, að fyrirkomulagið á vínversluninni væri hið sama og var áður en aðflutningsbannslögin komu.

Þetta álít jeg að hefði verið skynsamlegra og vissara heldur en ana út í það í óvissu, hve langt eða skamt mátti fara.