04.05.1923
Neðri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 654 í C-deild Alþingistíðinda. (2420)

68. mál, gerðardómur í kaupgjaldsþrætum

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Um þetta frv. hafa orðið skiftar skoðanir í allshn. Þó varð samkomulag um það, að málið væri svo mikilsvarðandi, að eigi væri tilhlýðilegt að svæfa það í nefndinni, þó henni fyndist það á hinn bóginn ekki svo rækilega undirbúið, að það geti náð fram að ganga á þessu þingi. Það er alveg ný braut, sem hjer er lagt inn á, sú, að ljúka kaupþrætum án samþykkis aðilja. Því vill nefndin leggja til, að frv., ásamt till. á þskj. 335, verði vísað til stjórnarinnar til undirbúnings.