09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í C-deild Alþingistíðinda. (2470)

86. mál, mælitæki og vogaráhöld

Jónas Jónsson:

Jeg leyfi mjer að taka það fram, að jeg hefi ekki getað sannfærst um, að ekki sje brotaminst að samþykkja frv. með þeim breytingum, sem það kann að fá í meðferðinni. Þetta eftirlitsbákn, sem sett var fyrir nokkrum árum, hefir reynst notendum of dýrt. Mun það leiða af landsháttum, að þetta eftirlit verður hjer bæði erfitt og kostnaðarsamt, og meira að segja hæpið, að það, jafnvel með þessum hætti, verði fulltrygt. Ný lóð frá löggildingarstofunni fást hvergi nema hjer í Reykjavík, og sendingar á þeim norður og austur um land eru mjög dýrar. En enda þótt löggildingarstofan hafi sent ný lóð, þá má vel vera, að gömlu lóðin verði sumstaðar notuð engu að síður.

Komist till. hv. allshn. í gegn, þá ætla jeg, að eyðslan haldi áfram. Mun jeg því greiða atkv. móti tillögum nefndarinnar.