24.02.1923
Neðri deild: 5. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 716 í C-deild Alþingistíðinda. (2486)

4. mál, embættaskipun

Bjarni Jónsson:

Hv. þm. N.-M. (ÞorstJ) sagði, að Dala- og Stranda- sýslur mundu ljettari en Suður-Múlasýsla ein. Geri jeg ráð fyrir, að hann þekki Suður-Múlasýslu jafnvel sem jeg hinar. Hygg jeg, að hann mundi komast á aðra skoðun, ef hann þekti Strandasýslu. En vita mætti hann, að ljettara er að sigla um firði Austfjarða heldur en úr Hvammsfjarðarbotni í Hrútafjörð. Það virðist auðsætt, að ef sýslumenn eru góðir, þá er sveitunum best borgið að hafa þá sem flesta; er því einsætt, að betra er að hafa 3 góða sýslumenn en 1, þótt góður kunni að vera. Annars hygg jeg, að nær lægi þinginu að hugsa um það og gera eitthvað til þess að bæta lánstraust landsins með því að taka lán til að borga lausar skuldir, heldur en að rífast um markleysu þessa og láta sig dreyma um sparnað út í loftið.