02.05.1923
Neðri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í C-deild Alþingistíðinda. (2507)

4. mál, embættaskipun

Forsætisráðherra (SE):

Jeg hefi látið tölurnar tala, og þær er erfitt að hrekja. En, eins og jeg tók fram áðan, þótt svo reyndist, að þyrfti að bæta við þessar 3500 kr. svo sem 2000 kr., þá yrði sparnaðurinn samt afskaplega mikill.

Sú greinargerð, sem jeg gerði fyrir skrifstofukostnaðinum í hinum nýju sýslum, sýnir, hve mikil hagsýni er í samsteypunni, og hún sýnir, að alt hjal um, að ekki sparist á samsteypunni, er út í loftið. Og hún sýnir, eins og háttv. frsm. meiri hl. (MG) óbeinlínis hjelt fram, að æðimörgum sýslumönnum er nú ofaukið, og þá má spara með þessu nýja fyrirkomulagi.