02.05.1923
Neðri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í C-deild Alþingistíðinda. (2517)

4. mál, embættaskipun

Bjarni Jónsson:

Mín meining var sú, að fá að vita, hvort þeir hv. þm. Mýra. (PÞ) og hv. þm. V.-Sk. (LH) væru að senda hæstv. forsrh. (SE) hnútur, því hann hefir einmitt verið sýslumaður þessara beggja hv. þm. Ætlaði jeg þá að verja hann og var honum því óþarft að hlaupa upp út af mínum ummælum. Annars endurtek jeg það, að jeg hefi ekki betri mótmæli gegn þessu frv. en einmitt meðmæli fyrnefndra tveggja hv. þm. (PÞ og LH).