24.02.1923
Neðri deild: 5. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 819 í C-deild Alþingistíðinda. (2556)

20. mál, manntalsþing

Forsætisráðherra (SE):

Jeg hefi minst á þetta frv. áður. Manntalsþingastörfin, nema dómstörfin, sem lítil eru nú, má, ef nýja sýslusamsteypan kemst á, og þar með afnám manntalsþinganna, leggja undir hreppstjórana, bæði gjaldheimtu og þinglesningar. Jeg vænti þess, að frv. verði vísað til sömu nefndar og hinum næstu á undan, frv. um nýja embættaskipun og breytingu á sveitarstjórnarlögum, þar sem þau fylgjast öll að.