18.04.1923
Efri deild: 43. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í C-deild Alþingistíðinda. (2574)

14. mál, vatnsorkusérleyfi

Frsm. (Guðmundur Guðfinnsson):

Nefndin tók þetta atriði til athugunar. Hæstv. stjórn hefir eigi tekið það upp í sitt frv., og nefndin vildi eigi taka það upp. Henni fanst sjerleyfisskilyrðin svo ströng, að með þeim væri virkjuninni gert alt of erfitt fyrir, sjerstaklega þegar á það er litið, að eigi eru miklar horfur á, að hafist verði handa í þessu efni bráðlega, þar sem nú er fundin ný aðferð, sem útheimtir miklu minni orku.