20.04.1923
Efri deild: 44. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 830 í C-deild Alþingistíðinda. (2576)

14. mál, vatnsorkusérleyfi

Frsm. (Guðmundur Guðfinnsson):

Jeg hefi litlu við að bæta það, sem tekið var fram við 2. umr. Nefndin hefir athugað þær tvær breytingar, sem hæstv. atvrh. (KIJ) taldi æskilegar við 2. umr. Getur hún ekki fallist á þær. Myndi sjerstaklega breytingin á 7. gr. getað orðið deiluatriði, en þau vill nefndin forðast. En nú hafa komið fram brtt. á þskj. 395 frá hv. 5. landsk. þm. (JJ). Nefndin hefir að vísu ekki haft tíma til þess að athuga þær, en jeg tel víst, að hún geti ekki fallist á þær að efni til. Sjerstaklega er ákvæðið um tveggja þinga leyfi með kosningum á milli of miklar hömlur, enda lítil trygging í þessu ákvæði. Annars er brtt. við 11. gr. líklega ekki rjett orðuð, þar sem stendur „sextíu og fimm“ í stað „sjötíu og fimm.“