19.03.1923
Efri deild: 20. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í B-deild Alþingistíðinda. (260)

12. mál, aðflutningsbann á áfengi

Forsætisráðherra (SE):

Þetta frv. stjórnarinnar er lagt fyrir þingið nú samkvæmt loforði stjórnarinnar á síðasta Alþingi og í samræmi við þá niðurstöðu, sem varð í samningunum við Spánverja á síðasta ári. En af þeirra hálfu var því þá lofað, að ef lög eins og þetta frv. yrðu samþykt, þá mundum við verða aðnjótandi bestu tollkjara fyrir fisk vorn.

Um leið og jeg mæli hið besta með frv., legg jeg til, að því, að umræðunni lokinni, verði vísað til hv. allsherjarnefndar.