25.04.1923
Efri deild: 48. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 922 í C-deild Alþingistíðinda. (2672)

94. mál, friðun Þingvalla

Frsm. minni hl. (Guðmundur Guðfinnsson):

Eins og sjá má á nál., hefir nefndin ekki getað orðið samferða um þetta mál, og því klofnað. Aðalatriðið, sem nefndin klofnaði á, var, hvort rjett væri að taka gjald af gestum þeim, er heimsæktu Þingvöll, til þess að bæta staðinn. Meðnefndarmenn mínir gátu ekki fallist á það.

Annars vísa jeg til nál. um þetta, en skal jafnframt taka það fram, að brtt. þær, er því fylgja, eru bygðar á áliti fornmenjavarðar.