04.05.1923
Efri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í C-deild Alþingistíðinda. (2677)

94. mál, friðun Þingvalla

Frsm. minni hl. (Guðmundur Guðfinnsson):

Þetta mál hefir nú verið hjer lengi á ferðinni og tekið ýmsum breytingum. Síðustu brtt. eru á þgskj. 504. Jeg hefi borið þær fram, en átti áður brtt. á þgskj. 410, en tek þær hjer með aftur. Þetta er gert í samráði við sögunefndina svo kölluðu og landsstjórnina. Aðaláhugamál mitt í þessu efni er að friða Þingvelli og undirbúa væntanlega hátíð þar 1930. Það er eitt atriði í þessu, sem hefir valdið deilum, en það er að taka gjald af gestum, sem þar koma. En nú er það sett á vald stjórnarinnar, og vænti jeg, að hún geri hið besta í þessu efni.