05.05.1923
Efri deild: 56. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í C-deild Alþingistíðinda. (2681)

94. mál, friðun Þingvalla

Forsætisráðherra (SE):

Jeg hefi rætt þetta mál við sögunefndina, og hún hefir eindregið lagt það til, að prestssetrið verði lagt niður á Þingvöllum. Og jeg get ekki annað en tekið mikið tillit til tillagna hennar. En hins vegar veit jeg, að útvega þarf prestinum stað til þess að vera á, og jafnvel að veita honum lán til byggingar.

Annars skal jeg geta þess, að þeir sjerfræðingar, sem jeg hefi talað við um þetta mál, leggja mjög eindregið til að prestssetrið verði lagt niður á Þingvöllum.