30.04.1923
Efri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 938 í C-deild Alþingistíðinda. (2727)

150. mál, almennur ellistyrkur

Einar Árnason:

Jeg vildi aðeins gera grein fyrir atkv. mínu. Jeg neita því ekki, að frv. kunni að vera gott að sumu leyti, en hitt ber líka að líta, að það eru takmörk fyrir því, hve lengi má hlaða á útgjaldabyrði manna. Flestum þykir hún orðin fullþung, og jeg tel ekki á hana bætandi. Jeg mun því greiða atkv. á móti frv.